Lenti í Reykjavík vegna hálku

Boeing 757 þota Icelandair lendir í Reykjavík. Mynd úr safni.
Boeing 757 þota Icelandair lendir í Reykjavík. Mynd úr safni. mbl.is/Þórður

Flugvél Icelandair sem var á leið til Keflavíkur frá London lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Icelandair, Guðjóni Arngrímssyni, hringsólaði flugvélin yfir Keflavíkurflugvelli í einhvern tíma vegna slæmra brautarskilyrða, en hálka var á flugbrautinni.

Þá var ákveðið að lenda flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli þar sem hún tók eldsneyti áður en hún tók aftur á loft og lenti í Keflavík. Flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 18:08, rétt rúmum tveimur tímum á eftir áætlun, en flugvélin átti að lenda í Keflavík klukkan 16:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert