Spáir 2,7% atvinnuleysi í sumar

Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi í sumar verði 2,7% eða jafn mikið og það var að meðaltali yfir sumarmánuðina þrjá á árunum 1990 til 2000.

Það var til samanburðar að jafnaði 1,9% í júní, júlí og ágúst á árunum 2001 til 2008, að því er fram kemur í umfjöllun um atvinnuástandið í Morgunblaðinu í dag.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, hefur reiknað út að síðasta aldarfjórðung var atvinnuleysið að meðaltali 3,1% þessa þrjá mánuði. Sumrin 2009 til 2012 var það 7,9%, 7,5%, 6,7% og 4,8% í þessari röð. Hækka þessi ár meðaltalið á síðasta aldarfjórðungi því umtalsvert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert