Færri tilkynningar um inflúensu

AFP

Í síðustu viku dró úr fjölda tilkynninga inflúensulíkra einkenna að því er fram kemur á vef landlæknis. Enn er nokkuð um innlagnir á Landspítala vegna inflúensu. Fjöldi innlagna náði hámarki í 9. viku, en sl. þrjár vikur voru þær færri. Stærstur hluti þeirra sem hafa þurft á innlögn að halda er eldri borgarar og/eða einstaklingar með undirliggjandi áhættuþætti.

Samkvæmt upplýsingum frá veirufræðideild Landspítala var töluvert um jákvæðar greiningar á öndunarfærasýnum, segir á vef landlæknis. Töluvert greindist af inflúensu A(H3) og inflúensu B-greiningum fjölgaði í síðustu viku. Fjöldi innsendra öndunarfærasýna og hlutfall jákvæðra sýna var svipað og vikuna á undan.

Þetta er í samræmi við virkni inflúensu á meginlandi Evrópu en hún hefur náð hámarki í flestum löndum þar og dregur úr útbreiðslu hennar. Ráðandi stofn víðast hvar hefur verið inflúensa A(H3N2), en nú virðist inflúensa B breiðast út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert