Heilsugæsla í uppnámi

Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna.
Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna. mbl.is/Júlíus

Íslend­ing­um hef­ur fjölgað um tæp­lega þrjá­tíu þúsund frá því ný heilsu­gæslu­stöð var síðast tek­in í notk­un á höfuðborg­ar­svæðinu. Síðast var það Heilsu­gæsl­an Glæsi­bæ fyr­ir níu árum, árið 2006, og Heilsu­gæsl­an Fjörður þegar Heilsu­gæsl­unni í Sólvangi var skipt upp. Risa­stór hverfi í Reykja­vík hafa risið, t.d. Grafar­holtið, sem er án heilsu­gæslu­stöðvar og fólki þar er vísað á und­ir­mannaða stöð í Árbæn­um. Þá seg­ir Þór­ar­inn Ing­ólfs­son, formaður Fé­lags ís­lenskra heim­il­is­lækna, fleiri stöðvar löngu sprungn­ar og und­ir­mannaðar, svo sem í Grafar­vogi, Garðabæ og Mjódd. Úrbæt­ur þola enga bið, að mati Þór­ar­ins.

Þór­ar­inn seg­ir heim­il­is­lækna lengi hafa talað fyr­ir dauf­um eyr­um. Stjórn­mála­menn hafi svo sem skiln­ing á þörf­inni en þegar komi að því að for­gangsraða mæti heilsu­gæsl­an iðulega af­gangi. Ef til vill stafi það af því að starf­sem­in þar er ekki eins af­ger­andi og á spít­öl­um, þar eru ekki fram­kvæmd­ar aðgerðir upp á líf og dauða og þar liggja sjúk­ling­ar ekki á göng­um vegna pláss­leys­is.

Hann seg­ir ekki eft­ir neinu að bíða. Veita þurfi fjár­magni í heim­il­is­lækn­ing­ar eins og vilja­yf­ir­lýs­ing­in gef­ur til kynna. Spýta þurfi í lóf­ana og æski­legt sé að opnaðar verði nýj­ar heilsu­gæslu­stöðvar strax um næstu ára­mót, helst fyrr. „Biðin er orðin alltof löng, ís­lenska þjóðin á skilið að heilsu­gæslu­kerfið sé lagað.“

Nán­ar er fjallað um stöðu heim­il­is­lækn­inga í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert