Mói fær samþykki en Builien hafnað

Það er í góðu lagi að heita Goðdal að millinafni …
Það er í góðu lagi að heita Goðdal að millinafni en ekki Beinteins enda um eignarfallsmynd af nafninu Beinteinn að ræða. mbl.is/Styrmir Kári

Mannanafnanefnd samþykkti nýverið nöfnin Aðalvíkingur og Mói en hafnaði hins vegar beiðni  um eiginnafnið og einnig millinafnið Builien.

Eins má stúlka kenna sig við móður sína og vera Tönyudóttir. Lórenzdóttir er einnig í lagi sem og að nefnast Kai og Arngarður.

Millinafnið Goðdal er einnig í lagi en millinafnið Beinteins er ekki í lagi enda er nafnið Beinteinn til sem eiginnafn karlmanns í íslensku. Beinteins er eignarfallsmynd þess nafns og er því óheimilt að fallast á það sem millinafn.

Það er ekkert athugavert við að heita Þórbjarni, Eskja og Rósalía samkvæmt lögum um íslensk mannanöfn.

Hér er hægt að lesa niðurstöður nefndarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert