Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var send að Stekkjarbakka um eitt leytið í nótt þar sem ekið hafði verið á kanínur.
„Þarna höfðu þrjár kanínur hlotið sviplegan dauðdaga eftir að ekið hafði verið á þær. Er við vorum að taka þær kom fjöldinn allur af kanínum úr dalnum að okkur og fylgdist með. Í ljósi þessa mikla áhuga annarra kanína á atburðinum og þess hversu fáir dagar eru til páska er hugsanlegt að þarna hafi sjálf páskakanínan endað ævi sína. Við vonum samt ekki. Ekki talin þörf á frekari rannsókn,“ segir í skýrslu lögreglunnar sem fór á staðinn.