Er páskakanínan dauð?

Það eru ógrynni af kanínum í Elliðaárdalnum
Það eru ógrynni af kanínum í Elliðaárdalnum mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu var send að Stekkj­ar­bakka um eitt leytið í nótt þar sem ekið hafði verið á kan­ín­ur. 

„Þarna höfðu þrjár kan­ín­ur hlotið svip­leg­an dauðdaga eft­ir að ekið hafði verið á þær. Er við vor­um að taka þær kom fjöld­inn all­ur af kan­ín­um úr daln­um að okk­ur og fylgd­ist með. Í ljósi þessa mikla áhuga annarra kan­ína á at­b­urðinum og þess hversu fáir dag­ar eru til páska er hugs­an­legt að þarna hafi sjálf páskak­an­ín­an endað ævi sína. Við von­um samt ekki. Ekki tal­in þörf á frek­ari rann­sókn,“ seg­ir í skýrslu lög­regl­unn­ar sem fór á staðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert