Sló annan karlmann á Ísafirði

Héraðsdómur Vestfjarða
Héraðsdómur Vestfjarða Af vef Bæjarins besta

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í dag 25 ára karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að slegið karlmann með glerflösku í andlitið við veitingastaðinn Edinborgarhúsið á Ísafirði. Maðurinn hlaut nokkra skurði í vinstra megin í andliti.

Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómi. Hann hefur fimm sinnum frá árinu 2008 gengist undir sektargerð eða verið dæmdur til refsingar. Í dómi héraðsdóms Vestfjarða kemur fram að við ákvörðun refsingar verði litið til skýlausrar játningar mannsins  en þá megi einnig ráða af gögnum málsins að mennirnirhafi átt í einhverjum útistöðum áður en maðurinn sló hinn með glerflösku.

Maðurinn þarf einnig að greiða allan sakarkostnað málsins, 20 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert