Píratar á góðri siglingu

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata á góðri stundu.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata á góðri stundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratar hafa sótt í sig veðrið og mælast nú með 22% fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, en mældust með 15% fylgi þegar niðurstöður voru síðast birtar 2. mars sl. Sjálfstæðisflokkur mælist nú með 25% fylgi, Samfylking 16%, Björt framtíð og Framsóknarflokkur 11% og Vinstri grænir 10%.

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað um 2% frá síðustu könnun og stendur nú í 35%.

Mælingar fóru fram á tímabilinu 26. febrúar til 30. mars. Að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV var ekki mikil hreyfing á fylgi flokkanna á fyrri hluta tímabilsins, 26. febrúar til 11. mars, en það breyttist hins vegar nokkuð á seinni hluta þess, 12. mars til 30. mars.

Á fyrra tímabilinu, 26. febrúar til 30. mars, mældist fylgi Pírata 16%, en 26% á því seinna, þ.e. 12. mars til 30. mars. Þá mældust Vinstri grænir með 12% fylgi á fyrra tímabilinu en 8% á því seinna. Sveiflan hjá Sjálfstæðisflokknum var úr 27% í 24%, en hjá Framsókn, Samfylkingu og Bjartri framtíð minnkaði fylgið um 2% milli tímabila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert