Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ef til vill verði nýr Landspítali reistur við Hringbraut en „lausnamiðað“ fólk hljóti að skoða möguleikana miðað við aðstæður. Þetta skrifar hann á Facebook-síðu sína en hugmynd hans um Landspítala í Efstaleiti hefur sætt gagnrýni.
Í viðtali í fréttum RÚV í gærkvöldi velti Sigmundur Davíð því upp hvort að ástæða væri til að kanna hvort skynsamlegt væri að reisa nýjan Landspítala á lóð Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Í kjölfarið lýsti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, því yfir að erfitt væri að taka hugmyndina alvarlega og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að allar hugmyndir sem tefðu byggingu nýs spítala væru slæmar.
„Ef til vill verður niðurstaðan sú að nýtt sjúkrahús rísi við Hringbraut en lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,“ skrifaði forsætisráðherra á Facebook-síðu sína nú í dag.
Ríkisstjórnin hefur aukið verulega fjárveitingar til Landspítalans að því marki að þær eru nú orðnar þær mestu sem þær...
Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Thursday, 2 April 2015