Fartölvuþjófur inn um svalirnar

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu um að fartölvu hefði verið stolið í íbúð við Eggertsgötu. Farið var inn í íbúðina af svölum. Þá var kona handtekin á hesthúsasvæði í Hafnfarfirði, grunuð um líkamsárás.

Konan var ölvuð þegar hún var handtekin um kl. 11:30 í morgun og réðst á aðra konu sem var á vettvangi, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hún var færð í fangageymslu og er vistuð þar þar til ástand hennar lagast.

Þá voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar þar sem hann svaf undir stýrir bifreiðar á bifreiðastæði við Hraunbæ.  Vitni sögðu að bifreiðinni hefði verið ekið inn á bifreiðastæðið og hafi ökumaðurinn síðan lagst fram á stýrið. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var einnig án ökuréttinda hefur aldrei öðlast réttindi. Að lokinni sýnatöku var hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert