Sparaði þjóðarbúinu marga milljarða

Frum­varp hef­ur verið lagt fram á Alþingi til breyt­inga á lög­um um end­ur­nýj­an­legt eldsneyti í sam­göng­um á landi þess efn­is efn­is að gildis­töku ákvæða lag­anna, sem skylda söluaðila til sölu end­ur­nýj­an­legs eldsneyt­is, verði frestað til árs­ins 2020. Fram kem­ur í grein­ar­gerð með frum­varp­inu að það muni spara þjóðarbú­inu millj­arða króna í er­lend­um gjald­eyri við ol­íu­kaup.

Lög­in tóku gildi árið 2013. Bent er á að á fyrsta fram­kvæmda­ári þeirra, það er síðasta ári, hafi ís­lensk olíu­fé­lög flutt inn þúsund­ir tonna af lífol­íu til þess að upp­fylla ákvæði lag­anna um 3,5% orku­hlut­deild end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa. „Lífol­í­unni var blandað í hefðbundna dísi­lol­íu. Inn­kaupa­kostnaður þess­ar­ar lífol­íu er um 550 banda­ríkja­döl­um hærri á hvert tonn en á hefðbund­inni dísi­lol­íu. Eldsneyt­is­reikn­ing­ur Íslend­inga varð því nokk­ur hundruð millj­ón­um króna hærri en ef not­ast hefði verið við hefðbundna dísi­lol­íu.“

Lög­in eru byggð á til­skip­un frá Evr­ópu­sam­band­inu sem tek­in var í ís­lensk­an rétt á grund­velli EES-samn­ings­ins. Vísað er til þess í grein­ar­gerðinni að mark­mið sam­bands­ins með til­skip­un­inni sé að árið 2020 verði 10% af orku sem notuð er í sam­göng­um af end­ur­nýj­an­leg­um upp­runa. Um 75% af al­mennri orku­notk­un Íslend­inga sé hins veg­ar þegar af end­ur­nýj­an­leg­um upp­runa og þar með langt um­fram 20% heild­ar­mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir árið 2020. „Sá hluti til­skip­un­ar­inn­ar er varðar sam­göng­ur set­ur ein­ung­is mark­mið fyr­ir árið 2020. Ekk­ert rek­ur því á eft­ir Íslend­ing­um í þess­um efn­um fyr­ir þann tíma.“

Flutn­ings­menn frum­varps­ins eru Sig­ríður Á. And­er­sen, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Frosti Sig­ur­jóns­son og Will­um Þór Þórs­son, þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Frun­varpið í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert