Skipulagsnefnd Kópavogsbæjar hafa borist svokallaðar fyrirspurnarteikningar vegna byggingar 1.265 fermetra tilbeiðsluhúss á Nónhæð í Kópavogi.
Í útdrætti með teikningunum að tilbeiðsluhúsinu kemur fram að byggingin sé á þremur hæðum sem allar gegni mismunandi hlutverki.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Aðalsteinn Snorrason, arkitektinn sem útbjó fyrirspurnarteikningarnar, hönnun húsnæðisins vera heppilega fyrir mörg trúfélög. Hönnunin hafi fyrst og fremst snúist um að gera samningsstöðu fyrir landeigandann betri.Lóðin Nónhæð er í eigu fyrirtækis Kristjáns Snorrasonar og eiginkonu hans. Kristján hefur lengi viljað reisa íbúðarhúsnæði á lóðinni en segir skipulagsnefnd Kópavogsbæjar ekki hafa fengist til að samþykkja tillögur sínar.