Hafa ekkert nógu spennandi að lesa

Stefán Máni var að senda frá sér ungmennabókina Nóttin langa.
Stefán Máni var að senda frá sér ungmennabókina Nóttin langa. Styrmir Kári

Rithöfundurinn Stefán Máni segir að ástæðan fyrir því að unglingar lesi ekki meira sé einföld; þeir hafi hreinlega ekkert nógu skemmtilegt að lesa. Hann ákvað að bæta sjálfur úr því með nýrri bók.

„Þeir hafa bara ekkert skemmtilegt að lesa, sérstaklega ekki á íslensku. Unglingar sem lesa mikið, þeir lesa á ensku. Þetta er ekki unglingunum að kenna,“ segir Stefán Máni sem er í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina.

„Það þýðir ekkert að skamma unglingana og henda í þá Þorgrími Þráins. Það er alltaf verið að reyna að troða einhverjum barnabókum í þá, það þýðir ekki neitt. Krakkar lesa upp fyrir sig, þannig er það bara.“

Stefán Máni var að senda frá sér ungmennabókina Nóttin langa, sem er önnur bókin í Úlfshjarta-bókaflokknum og segir frá varúlfunum Alexander og Védísi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert