Færði fjármálaráðuneytinu orkustykki

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, færði í dag starfsfólki fjármálaráðuneytisins orkustykki og bréf, þar sem hún segist bíða spennt eftir kostnaðarmati á tveimur húsnæðisfrumvörpum sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á þessu vorþingi.

Ríkisstjórninni tókst ekki að afgreiða frumvörpin tvö fyrir páskafrí, en þau eru enn í kostnaðarmati hjá fjármálaráðunyetinu. Eygló hyggst hins vegar leggja frumvörpin fram eftir páska og þá með afbrigðum, enda rann fresturinn til að leggja fram ný þingmál, sem eiga að komast á dagskrá fyrir sumarhlé, út hinn 31. mars síðastliðinn.

Frum­vörp­in tvö snúa að stofn­kostnaði vegna fé­lags­legs leigu­hús­næðis og húsaleigu- og vaxtabótum.

Í bréfinu til starfsmanna fjármálaráðuneytisins segir Eygló að vonandi muni „þessir orkubitar hjálpa ykkur við að meta áhrifin á ríkissjóð og þjóðarbúskað að hjálpa þeim allra fátæktustu að fá öruggt húsaskjól“.

Frétt mbl.is: Afgreiddu ekki öll frumvörp Eyglóar

Ákvað að senda fjármálaráðuneytinu góða kveðju :)

Posted by Eygló Harðardóttir on Tuesday, April 7, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert