Þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu

Slydduél hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í dag.
Slydduél hefur verið á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrumur hafa heyrst á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands tengjast þær éljaklökkum sem eru yfir landinu.

„Það hafa mælst nokkrar þrumur á Suðurlandi og út af Reykjanesi. Þetta tengist þessum éljaklökkum sem eru hérna fyrir ofan okkur en þeim fylgja stöku þrumur og eldingar,“ segir Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hún segir að veðrið ætti að róast í kvöld en í dag hafa verið svokölluð slydduél yfir höfuðborgarsvæðinu með tilheyrandi úrkomu og þoku. „Sem betur fer erum við að sjá fyrir endann á þessu. Á milli klukkan átta og tíu í kvöld dregur verulega úr vindi.“

Spurð um veðrið í dag segir Helga það nokkuð eðlilegt. „Þetta er bara dæmigerður íslenskur útsynningur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert