Þurfa fatlaðir að borga tvöfalt?

Tom Jones.
Tom Jones.

Hreyfi­hamlaður ein­stak­ling­ur í hjóla­stól, sem þarf á aðstoðar­manni að halda í dag­legu lífi, get­ur ekki farið á tón­leika í Laug­ar­dals­höll án þess að borga miða fyr­ir aðstoðar­mann­inn að auki. Kem­ur þetta fram í tölvu­pósti sem Guðjón Sig­urðsson, formaður MND fé­lags­ins, fékk frá miðasölu­fyr­ir­tæk­inu midi.is fyrr í dag.

Guðjón seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta hafi komið sér sér­kenni­lega fyr­ir sjón­ir. „Að þurfa að borga fullt verð fyr­ir aðstoðarmann er al­veg úti í skurði,“ seg­ir hann og tek­ur fram að er­lend­is sé ein­ung­is hann rukkaður fyr­ir aðgang að tón­leik­um, ekki aðstoðarmaður­inn. „Þetta virðist vera í menn­ing­unni hérna. Menn vilja bara græða.“

Hann seg­ir skiln­ing oft skorta hér á landi á aðstöðu fatlaðra sem vilja sækja tón­leika. „Það er eng­inn að reyna að svindla sér inn. Viðkom­andi þarf aðstoðarmann hrein­lega til að geta sótt tón­leik­ana. Það mætti út­vega eyrnatappa eða eitt­hvað ef þeir eru hrædd­ir um að aðstoðarmaður­inn njóti tón­leik­anna,“ seg­ir Guðjón kím­inn.

Um­rædd­ir tón­leik­ar eru þeir sem Tom Jo­nes mun leika á þann 8. júní næst­kom­andi, í Laug­ar­dals­höll. Þegar blaðamaður mbl.is hafði sam­band við tón­leika­hald­ar­ann, Guðbjart Finn­björns­son, hafði hann ekki heyrt um málið. Hon­um þótti hins veg­ar sjálfsagt að aðstoðarmaður Guðjóns fengi frítt inn á tón­leik­ana.

„Ef ein­hver mik­ill Tom Jo­nes aðdá­andi þarf að hafa aðstoðarmann með sér þá finnst mér það nokkuð sjálfsagt mál að hann fái það án þess að þurfa að borga nokkuð auka­lega fyr­ir,“ sagði Guðbjart­ur í sam­tali við mbl.is í morg­un. Síðar í dag, eft­ir að mbl.is hafði leitt þá Guðjón og Guðbjart sam­an, varð úr að aðstoðarmaður Guðjóns fengi frí­an aðgang að tón­leik­un­um.

Ragn­ar Árna­son fram­kvæmda­stjóri midi.is seg­ir í tölvu­pósti til mbl.is að fyr­ir­tækið reyni að bregðast við öll­um fyr­ir­spurn­um sem ber­ast auk þess „að leysa þær með viðkom­andi eft­ir fremsta megni og koma viðkom­andi í sam­band við viðburðahald­ar­ana þegar svo ber und­ir...Það er okk­ar reynsla að viðburðar­hald­ar­ar leysa þ.h. mál með far­sæl­um hætti, rétt eins og í þessu til­viki sem um ræðir.“ Tek­ur hann einnig fram að fyr­ir­tækið sjái ein­ung­is um að selja miða á viðburði. All­ar ákv­arðanir sem snúi að viðburðunum sjálf­um séu í hönd­um viðburðar­húsa- og hald­ara.

Hér að neðan fylg­ir fyr­ir­spurn Guðjóns til miðasölu­fyr­ir­tæk­is­ins og svar fyr­ir­tæk­is­ins, sem vísað er til í byrj­un frétt­ar­inn­ar.

Sæl,
Hvernig get ég tryggt mér miða á tón­leika Tom Jo­nes? Ég er í raf­magns­hjóla­stól og þarf aðstoðarmann með mér.
Kveðja
Gaui

Sæll,
Þegar um hjóla­stóla er að ræða í Laug­ar­dals­höll á sitj­andi tón­leika þá kaup­ir fólk á Svæði A, best er að þess­ir aðilar kaupi enda­sæti eða sæti nr 1 á Svæði A. Aðstoðar­menn þurfi líka að kaupa miða á fullu verði.
Bestu kveðjur / Best Reg­ards
Þjón­ustu­ver Midi.is
„Að þurfa að borga fullt verð fyrir aðstoðarmann er alveg …
„Að þurfa að borga fullt verð fyr­ir aðstoðarmann er al­veg úti í skurði,“ seg­ir Guðjón. Af vef Wikipedia
Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins.
Guðjón Sig­urðsson formaður MND fé­lags­ins.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert