Tjá sig um mál en kjósa ekki

Þingmaður Framsóknarflokksins segir Pírata eiga þakkir skildar fyrir að hafa tekist að hrista upp í stjórnmálaumræðunni á Íslandi. Þeir hafi náð að tala til þjóðarinnar sem hinum flokkunum hafi mistekist. Það hafi síðan skilað sér í auknu fylgi í skoðanakönnunum sem sé umhugsunarefni.

„Hins vegar var ég fyrir löngu búinn að taka eftir afstöðuleysi þeirra þegar kom að atkvæðagreiðslum. Skýringin er núna komin. Þeir hafa ekki tíma til að kynna sér öll mál og vilja því frekar sitja hjá heldur en að greiða atkvæði út í loftið. Þetta er góð og gild ástæða, en hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að Píratar séu þaulsetnir í ræðustól þingsins, þar sem þeir tjá sig um öll heimsins mál. Þegar kemur að atkvæðagreiðslum um sömu mál eru þeir hins vegar svo illa að sér um þau að ekki er hægt að greiða atkvæði. Svona er heimurinn skrítinn,“ segir Karl Garðarsson á vefsíðu sinni.

Vísar Karl þar til fréttar mbl.is á laugardaginn um hjásetu þingmanna við atkvæðagreiðslur á Alþingi á yfirstandandi þingi og áframhaldandi fréttaflutnings í kjölfarið en þingmenn Pírata eru þar efstir á blaði og hafa setið hjá í meirihluta þeirra atkvæðagreiðslna sem þeir hafa verið viðstaddir.

Fréttir mbl.is:

Veikindi skýri fjarveruna

Segir Bjarna Ben hafa óvart kosið vitlaust

„Hún er í sömu stöðu og aðrir“

Greiðir bara upplýst atkvæði

Hafa í flestum tilfellum setið hjá

Karl Garðarsson alþingismaður.
Karl Garðarsson alþingismaður. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert