Verkföll um mánaðamótin?

Kröfugerð SGS afhent SA í Karphúsinu.
Kröfugerð SGS afhent SA í Karphúsinu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Félög innan Starfsgreinasambands Íslands stefna að því að hefja verkföll um næstu mánaðamót, segir Björn Snæbjörnsson, formaður sambandsins.

„Við munum senda út boð til atkvæðagreiðslu í vikulokin,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið en fyrri atkvæðagreiðsla félaganna var dæmd ólögmæt í félagsdómi. „Ég býst við að flest félögin séu með fundi í dag til að ákveða framhaldið og þetta er því allt í farvegi.“

Í Morgunblaðinu í dag segist hann gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan hefjist í byrjun næstu viku. „Líklega hefst hún eftir helgi og myndi hún þá standa fram til tuttugasta apríl eða þar um bil.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert