Víðtæk áhrif verkfallanna

Forsvarsmenn BHM fara yfir nýfallinn dóm félagsdóms með lögmanni ríkisins.
Forsvarsmenn BHM fara yfir nýfallinn dóm félagsdóms með lögmanni ríkisins. mbl.is/Árni Sæberg

Á miðnætti hófst ótímabundið verkfall hjá rúmlega 500 starfsmönnum BHM á sjúkrastofnunum landsins en verkfallsaðgerðir voru dæmdar löglegar af félagsdómi í gær.

Enginn fundur hefur verið á milli deiluaðila síðan á miðvikudaginn fyrir páska en Páll Halldórsson, formaður BHM, segir að ekki hafi staðið á vilja sambandsins að setjast að samningaborðinu um páskana en ríkið hafi farið þessa leið.

„Mér þykir það hart að menn séu að eyða dýrmætum tíma í það að vera að deila um formsatriði í staðinn fyrir að reyna að finna lausn á þessari kjaradeilu,“ sagði hann eftir að félagsdómur kvað upp sinn úrskurð.

Áhrif verkfallsins á Landspítalann eru víðtæk og mun gæta í mestallri starfsemi Landspítala og á sjúkrastofnunum um allt land. Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða eins og til dæmis hjartaþræðingum meðan á verkfalli stendur.

Hjá Landspítalanum fengust þau svör um áhrif verkfallsins að það verði ekki minna í sniðum en sjálft læknaverkfallið en undirbúningur um hvernig skuli vera hægt að sinna neyðarþjónustu hefur staðið yfir innan veggja spítalans undanfarnar vikur. Búast má við að skipulagðir keisaraskurðir verði færðir til, verkfallið mun raska áhættumæðraeftirliti, skipulagningu geislameðferða nýgreindra krabbameinssjúkra, svefnrannsóknum og fleiru. Ekki verður hægt að vinna í biðlistum sem lengjast því að nýju en í janúar var 5.431 á bið- og vinnulistum spítalans.

Þá hóf Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu einnig verkfall í dag en áhrif verkfallsins verða meðal annars þau að ekki verður hægt að ganga frá hjónaskilnuðum, sambúðarslitum eða staðfesta erfðafjárskýrslur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert