Fækkar sem vilja þjóðaratkvæði

AFP

Færri vilja halda í um­sókn Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar Gallup sem birt var í gær en í hliðstæðri könn­un sem gerð var af fyr­ir­tæk­inu í fe­brú­ar fyr­ir sam­tök­in Já Ísland sem styðja inn­göngu í sam­bandið.

Þannig vilja 51% halda í um­sókn­ina sam­kvæmt nýj­ustu skoðana­könn­un Gallup en hlut­fallið var hins veg­ar 53,2% í fe­brú­ar. Að sama skapi fjölg­ar þeim sem eru hlynnt­ir því að draga um­sókn­ina til baka. Þeir voru 35,7% í fe­brú­ar en mæl­ast nú 39%. Könn­un­in nú var gerð dag­ana 19. - 25. mars eft­ir að rík­is­stjórn­in tók þá ákvör­un um miðjan síðasta mánuð að til­kynna Evr­ópu­sam­band­inu að Ísland væri ekki leng­ur um­sókn­ar­ríki að sam­band­inu.

Einnig var spurt um af­stöðu fólks til þjóðar­at­kvæðis um fram­hald um­sókn­ar­ferl­is­ins að Evr­ópu­sam­band­inu í nýrri könn­un Gallup og sögðust 65% styðja að slík kosn­ing færi fram. Þetta er tals­vert lægra hlut­fall en í sam­bæri­legri könn­un fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir ári síðan en þá vildu 72% þjóðar­at­kvæði um fram­hald máls­ins. Fyr­ir ári voru 21% and­víg því að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla yrði hald­in en það á við um 24% sam­kvæmt nýj­ustu könn­un Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka