Fiskistofa ekki flutt á árinu

Fiskistofa er í þessu húsi við Dalshrauni 1 í Hafnarfirði.
Fiskistofa er í þessu húsi við Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að hann muni ekki leggja neitt kapp á að upphaflegar áætlanir um flutning Fiskistofu til Akureyrar á þessu ári standist.

„Við höfum verið að ræða málið í ráðuneytinu og í samráði við forstjóra Fiskistofu, í ljósi þess að ekki er búið að afgreiða málið frá þinginu, hvort ekki sé rétt að staldra örlítið við,“ segir sjávarútvegsráðherra í Morgunblaðinu í dag.

„Það er ekki síst vegna þess að við viljum koma til móts við starfsfólk Fiskistofu og tryggja betur mannauðinn, að við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort ekki væri skynsamlegra að gera þetta á eitthvað lengri tíma, en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Með því að gefa okkur lengri tíma í flutninginn tekst okkur betur að nýta þá starfsmannaveltu sem verið hefur hjá Fiskistofu,“ sagði Sigurður Ingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert