Ísland stendur hinum norrænu þjóðunum langt að baki

Op­in­ber fram­lög til þró­un­ar­sam­vinnu voru óbreytt á síðasta ári miðað við árið á und­an en árið 2013 var metár, að því er fram kem­ur í frétt frá DAC, þró­un­ar­sam­vinnu­nefnd OECD í morg­un, en þá birt­ist nýr listi yfir fram­lög þjóða til þró­un­ar­sam­vinnu. Íslend­ing­ar ráðstöfuðu 0,21% af þjóðar­tekj­um til þró­un­ar­mála, eru tals­vert fyr­ir neðan meðaltal DAC-ríkj­anna eins og mynd­in sýn­ir, og standa öðrum nor­ræn­um þjóðum langt að baki. 

Fjallað er um málið í Heims­ljósi í dag, frétta­bréfi Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar.

Hinar nor­rænu þjóðirn­ar eru meðal sjö rausn­ar­leg­ustu þjóða heims, Sví­ar í efsta sæti með rúm­lega 1% þjóðartekna í fram­lög til þró­un­ar­mála, Norðmenn og Dan­ir sjón­ar­mun á eft­ir og Finn­ar í sjö­unda sæti með 0,6%.

Í frétt DAC kem­ur fram að fram­lög til fá­tæk­ustu ríkja heims haldi áfram að minnka. Tví­hliða aðstoð við þau ríki hafi dreg­ist sam­an um 16% milli ára. Tví­hliða aðstoð nem­ur rúm­lega 2/​3 hluta allr­ar op­in­berr­ar þró­un­araðstoðar.

Alls námu fram­lög til þró­un­ar­mála 135,2 millj­örðum banda­ríkja­dala á síðasta ári. Meðaltal DAC ríkj­anna var 0,29%.  Eins og sést á mynd­inni verja fimm þjóðir meira fjár­magni til mála­flokks­ins en viðmið Sam­einuðu þjóðanna - 0,7% - ger­ir ráð fyr­ir, þ.e. Sví­ar, Lúx­em­borg­ar­ar, Norðmenn, Dan­ir og Bret­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert