Um helgina verður hægt að kynna sér og prufa hestabogfimi í fyrsta skipti á Íslandi en Petrra Engeländer sem rekur hestabogfimiskóla í Þýskalandi og er heimsþekktur kennari í íþróttinni er kominn til landsins og mun halda námskeið um helgina.
Claudia Schenk, sem fékk Pettru til að koma til landsins, segir þetta vera í fyrsta skipti sem íþróttin lítur dagsins ljós hér á landi. Hún telur jafnframt að áhugi fyrir bogfimi fari sívaxandi hérlendis. Hún segir sérstakan áhuga vera fyrir hestabogfimi hjá yngri konum og að kvikmyndir eins og Hringadrottinssaga, Hungurleikarnir og Brave hafi skapað heillandi fyrirmyndir af sterkum og sjálfstæðum konum. „Ég býst við að ímyndin af amasónum á hestbaki sé heillandi,“ segir Claudia og hlær.
Pettra ferðaðist til Mongólíu fyrir fimmtán árum síðan og hefur þróað sína eigin aðferð sem tengir fornar bardagalistir við nútímareiðmennsku. Hestabogfimi byggir á einstöku jafnvægi milli knapa og hests og hún er stórhrifin af íslenska hestinum enda sé auðvelt að hitta skotmarkið á tölti.
Hún hefur undanfarna daga unnið með íslenska hesta og vanið þá við bogfimina ásamt aðstoðarmanni sínum og mbl.is fékk að fylgjast með æfingum í dag.
Hægt er að kynna sér námskeiðið á Facebook síðu þess.