Ímynd­in af amasón­um á hest­baki heill­ar

Um helgina verður hægt að kynna sér og prufa hestabogfimi í fyrsta skipti á Íslandi en Petrra Eng­eländ­er sem rek­ur hesta­bog­fim­is­kóla í Þýskalandi og er heimsþekktur kennari í íþróttinni er kominn til landsins og mun halda námskeið um helgina.

Claudia Schenk, sem fékk Pettru til að koma til lands­ins, seg­ir þetta vera í fyrsta skipti sem íþrótt­in lít­ur dags­ins ljós hér á landi. Hún tel­ur jafn­framt að áhugi fyr­ir bog­fimi fari sí­vax­andi hér­lend­is. Hún seg­ir sér­stak­an áhuga vera fyr­ir hesta­bog­fimi hjá yngri kon­um og að kvik­mynd­ir eins og Hringa­drott­ins­saga, Hung­ur­leik­arn­ir og Bra­ve hafi skapað heill­andi fyr­ir­mynd­ir af sterk­um og sjálf­stæðum kon­um. „Ég býst við að ímynd­in af amasón­um á hest­baki sé heill­andi,“ seg­ir Claudia og hlær. 

Pettra ferðaðist til Mong­ól­íu fyr­ir fimmtán árum síðan og hef­ur þróað sína eig­in aðferð sem teng­ir forn­ar bar­dagalist­ir við nú­tímareiðmennsku. Hesta­bog­fimi bygg­ir á ein­stöku jafn­vægi milli knapa og hests og hún er stór­hrif­in af ís­lenska hest­in­um enda sé auðvelt að hitta skotmarkið á tölti.

Hún hefur undanfarna daga unnið með íslenska hesta og vanið þá við bogfimina ásamt aðstoðarmanni sínum og mbl.is fékk að fylgjast með æfingum í dag.

Hægt er að kynna sér námskeiðið á Facebook síðu þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka