Veðrið í gær á 40 sekúndum

Éljaklakkar voru yfir landinu í gær. Gekk á með dimmum …
Éljaklakkar voru yfir landinu í gær. Gekk á með dimmum éljum á Suður- og Vesturlandi. Þrumur heyrðust víða og eldingar sáust. mbl.is/Rax

Það var sól. Það var snjókoma. Það var él. Svo kom sólin. Þannig má kannski lýsa veðrinu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá veðrið frá 5 um morguninn og til kl. 16 - á aðeins 40 sekúndum.

Veðurstofan hefur birt myndskeiðið, sem sett er saman úr myndum úr vefmyndavélinni við höfuðstöðvar Veðurstofunnar, sem teknar eru á tíu mínútna fresti. Með þessum hætti má sjá, svo ekki verður umvillst, að það var hið dæmigerða „sýnishornaveður“ í Reykjavík.

En hvernig verður veðrið í dag? Sjáðu það á veðurvef mbl.is.

Útsynningurinn í gær, 7. apríl, milli kl. 5 og 16 úr vefmyndavél (snýr í suðvestur) Veðurstofunnar á 10 mínútna fresti. Til hliðar eru skýjahæðarmælingar en skyggnismælingar undir myndinni af Reykjavíkurflugvelli.Yesterday, april 7th, 05-16Z. The SW-erly winds with snowshowers. Image every 10 minutes. Webcam facing SW. To the left graph of cloud base measurements and below visibility graph from Reykjavik airport.

Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, April 8, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert