Vill banna bankabónusa

Reynslan sýnir að rétt sé að banna bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja. Þetta segir Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. Það sé ekkert náttúrulögmál að greiða þurfi slíka bónusa.

„Fjármálafyrirtæki vilja fá að greiða a.m.k. 100% launa í bónusa á ári hverju - helst meira, í samræmi við tilskipun ESB. Sami söngurinn er byrjaður að nýju - bankar segjast ekki fá hæft starfsfólk nema með bónuskerfi. Í frumvarpi ráðherra er talað um 25% bónusa. Ég segi enga bónusa. Þeir hafa þegar valdið þjóðinni nógu miklum skaða.“

Er það náttúrulögmál að greiða þurfi bónusa í fjármálafyrirtækjum? Tel að að reynslan sýni okkur að banna eigi þá með ö...

Posted by Karl Garðarsson on Wednesday, April 8, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert