Eldingin gataði nef flugvélarinnar

Gat kom á nef vélarinnar eins og sjá má.
Gat kom á nef vélarinnar eins og sjá má. Skjáskot af 9News.com

Mynd­in hér að ofan sýn­ir skemmd­irn­ar sem urðu á flug­vél Icelanda­ir, Herðubreið, þegar eld­ingu laust niður í vél­ina á þriðju­dag. 

Að sögn farþega um borð í vél­inni átti at­vikið sér stað stuttu eft­ir að hún hafði hafið sig á loft frá Kefla­vík­ur­flug­velli en vél­in flaug þó áfram og lenti heilu og höldnu í Den­ver eins og áætlað var. 

Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að flug­vél­ar væru gerðar til þess að taka við eld­ing­um. „(...) þegar þetta ger­ist fer auðvitað í gang ákveðin skoðun hjá áhöfn­inni. Ef ekk­ert amar að vél­inni er flogið áfram,“ seg­ir Guðjón.

Mynd­in af skemmd­un­um birt­ist upp­runa­lega á 9NEWS. Að sögn flug­sér­fræðings frétta­stof­unn­ar, Greg Feith, hefði ekki átt að halda flug­inu áfram til Den­ver.

„Þeir hefðu átt að snúa við. Það er skyn­sam­legt að snúa við því þú veist ekki hverj­ar skemmd­irn­ar eru,“ seg­ir Feith við 9NEWS.

Sér­fræðing­ur­inn seg­ir jafn­framt að eld­ing­um slái aðeins niður í flug­vél­ar einu sinni til fimm sinn­um á ári. Miðað við stutta leit á Google og upp­lýs­ing­ar frá Icelanda­ir eru slík at­vik þó nokkuð al­geng­ari en svo. Má þess geta að flug­vél á veg­um Icelanda­ir varð fyr­ir eld­ingu í des­em­ber síðastliðnum í aðflugi til Bil­l­und. 

Frétt mbl.is: Vél Icelanda­ir varð fyr­ir eld­ingu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert