Snjóþekja og éljagangur er á Hellisheiði og Þrengslum. Snjóþekja eða hálka er á öllu Suðurlandi og allt austur að Kirkjubæjarklaustri. Hálkublettir eru á öllu Suðvesturlandi.
Hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Vesturlandi en snjóþekja er þó í uppsveitum Borgarfjarðar og þæfingur á Bröttubrekku.
Á Vestfjörðum er víða hálka, snjóþekja eða hálkublettir. Þæfingur er á Kleifaheiði.
Hálkublettir eru nokkuð víða á Norðurlandi vestra en vegir á Norðausturlandi eru að mestu greiðfærir en hálkublettir eru þó á Hófaskarði og Hálsum.
Á Austurlandi eru vegir að mestu greiðfærir á láglendi en hálka er á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði, hálkublettir eru Vatnsskarði eystra. Greiðfært er með suðausturströndina vestur að Kirkjubæjarklaustri.
Veðurspá fyrir næsta sólarhring:
Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Gengur í norðaustan 8-15 SA- og A-lands með snjókomu frá hádegi og fram undir kvöld. Hæglætisveður og yfirleitt þurrt í fyrramálið. Gengur í norðaustan 10-18 síðdegis á morgun með snjókomu eða slyddu, en hægari og áfram úrkomulaust á V-verðu landinu. Frost 0 til 5 stig, en allvíða frostlaust yfir hádaginn.