Hamingjuhlaup fyrir alla fjölskylduna

Davíð glaður í upphafi eins af þeim Litahlaupum sem hann …
Davíð glaður í upphafi eins af þeim Litahlaupum sem hann hefur hlaupið.

Það er sann­ar­lega til­breyt­ing frá keppn­is­hlaup­um og met­orðum þegar boðið er upp á stutt hlaup með engri tíma­töku. Lita­hlaupið, The Col­or Run, er ein­mitt slíkt hlaup, en það verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi í sum­ar. Hlaupið er ein­vörðungu til að fólk skemmti sér og öðrum en einnit til að styrkja í leiðinni gott mál­efni. Nú þegar hafa selst 4.000 miðar af 6.000 sem í boði eru. Þeir sem ekki vilja hlaupa geta fengið að kasta lita­púðri yfir hlaup­ar­ana á eins kíló­metra fresti.

Þetta er búið að vera rosa­lega skemmti­legt, þó að það hafi tekið lang­an tíma. Ég byrjaði á að afla mér upp­lýs­inga um alla þætti sem snúa að fram­kvæmd hlaups­ins strax fyr­ir þrem­ur árum, þegar ég hljóp sjálf­ur mitt fyrsta Lita­hlaup,“ seg­ir Davíð Lúther Sig­urðar­son en hann er fram­kvæmda­stjóri Lita­hlaups­ins á Íslandi sem fer fram í fyrsta sinn í sum­ar, hinn 6. júní.

Lita­hlaupið er alþjóðlegt hlaup, The Col­or Run, sem fór af stað í Arizona í Banda­ríkj­un­um árið 2012 fyr­ir til­stuðlan eins manns, Tra­vis Snyder, en hann vildi ein­fald­lega fá allskon­ar fólk til að hlaupa sam­an sér til skemmt­un­ar.

„Í Lita­hlaupi er hlaupið í gegn­um fimm kíló­metra langa lita­púðurs­sprengju, því á eins kíló­metra fresti er hlaupið í gegn­um lita­stöð með tónlist, skemmt­un og nýj­um lit sem er úðað yfir hlaup­ar­ana. Við enda­markið er svo mik­il hátíð eða eft­ir­partí þar sem lita­dýrðin verður að einni alls­herj­ar upp­lif­un,“ seg­ir Davíð og bæt­ir við að fyr­ir hlaupið verði upp­hit­un­ar­partí og tekn­ar verði frá­bær­ar selfie-mynd­ir af hlaup­ur­un­um fyr­ir, á meðan og eft­ir hlaupið.

Davíð seg­ir að þetta sé til­val­in skemmt­un fyr­ir fjöl­skyld­ur, hlaupalengd­in og gleðin henti öll­um ald­urs­hóp­um og ekki sé skálað í áfengi held­ur ávaxta­söf­um.

„Fólki er vel­komið að hlaupa með börn sín í barna­vögn­um og börn und­ir 8 ára aldri fá frítt í fylgd með full­orðnum. Á The Col­or Run hitt­ist fólk og kynn­ist og fregn­ir herma að það hafi leitt af sér tíu trú­lof­an­ir og eitt brúðkaup. Þetta er því sann­kölluð kær­leiks­sam­koma.“

Skaðlaust maísenamjöl

Davíð seg­ir að það hafi verið heil­mikið ferli að fá lit­ina sem úða eigi yfir hlaup­ar­ana til Íslands frá Indlandi, en þeir eru ekki máln­ing held­ur nátt­úru­legt lita­púður sem gert er úr korn­sterkju, sem við þekkj­um bet­ur sem maísenamjöl.

„Þetta er skaðlaust en vissu­lega ættu þeir sem eru mjög viðkvæm­ir í önd­un­ar­fær­um kannski síður að taka þátt í hlaup­inu. Fólk þarf ekki held­ur að hafa áhyggj­ur af því að lit­irn­ir skemmi föt­in en við mæl­um samt með að fólk mæti í sín­um hvers­dags hlaupa­föt­um en ekki rán­dýrri merkja­vöru, bara til að vera al­veg viss. Auk þess fylg­ir þvotta­efni í þátt­tökupakk­an­um. Ég hef sjálf­ur tekið þris­var þátt í The Col­or Run og skórn­ir mín­ir og föt­in hafa öll komið sem ný úr þvotti eft­ir hlaupið,“ seg­ir Davíð og bæt­ir við að stemn­ing­in hafi verið ein­stak­lega skemmti­leg í þessi skipti sem hann tók þátt.

Viltu úða yfir hlaup­ar­ana?

Davíð seg­ir að hluti þátt­töku­gjalda hlaups­ins renni til góðgerðarsam­taka á Íslandi.

„Við stefn­um að því að gefa fimm millj­ón­ir til sam­taka sem tengj­ast rétt­ind­um barna og mun­um til­kynna síðar hvaða sam­tök það eru.“

Á nýrri vefsíðu ís­lenska Lita­hlaups­ins má nálg­ast all­ar upp­lýs­ing­ar, þar er hægt að skrá sig í hlaupið (þar er link­ur inn á midi.is) og þar geta einnig þeir sent póst sem áhuga hafa á að taka að sér að úða lita­púðri yfir hlaup­ara, eða með öðrum orðum: lang­ar að vera lita­bomba. Þeir hinir sömu geta sent póst á net­fagið:

is­land@thecol­orr­un.com

Einnig get­ur fólk freistað þess að vinna sér þátt­tökumiða í hlaupið með því að læka Face­book síðu The Col­or Run.

Tröll­vax­inn al­heimsviðburður

The Col­or Run var fyrst haldið árið 2012 í Phoen­ix í Arizona og var það Banda­ríkjamaður­inn Tra­vis Snyder sem kom þessu hlaupi á lagg­irn­ar til að hvetja bæði at­vinnu- og áhuga­hlaup­ara til að hlaupa sam­an til gam­ans. Á síðustu þrem­ur árum hef­ur hlaupið farið sig­ur­för um heim­inn því um er að ræða ein­stak­an fjöl­skyldu­viðburð sem hald­inn hef­ur verið í meira en 40 lönd­um og tvær millj­ón­ir manna hafa tekið þátt. Árið 2014 voru hlaup­in meira en 300 hlaup í meira en 50 lönd­um og er The Col­or Run orðið tröll­vax­inn al­heims viðburður.

Þrátt fyr­ir að hlaupið gangi út á skemmt­un og upp­lif­un þá stuðlar það líka að bætt­um lífs­stíl. 60% þátt­tak­enda í The Col­or Run eru að hlaupa 5 km í fyrsta sinn og taka flest­ir þess­ara aðila þátt í fleiri hlaup­um og öðrum skemmti­leg­um keppnisviðburðum í kjöl­farið. „Það er okk­ur mikið gleðiefni að viðburður okk­ar leiði fólk til heil­brigðari og virk­ari lífs­stíls,“ er haft eft­ir Snyder, upp­hafs­manni The Col­or Run.

Hér fara keppendur skælbrosandi af stað í The Color Run.
Hér fara kepp­end­ur skæl­bros­andi af stað í The Col­or Run.
Sumir segja að gulur sé hamingjulitur og þessi stúlka tók …
Sum­ir segja að gul­ur sé ham­ingju­lit­ur og þessi stúlka tók gulu púðri fagn­andi.
Þessar hlupu í The Color Run í Svíþjóð.
Þess­ar hlupu í The Col­or Run í Svíþjóð. Chattria Thinroj
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert