Slökkviliðið á Akureyri var kallað til um klukkan eitt í nótt þar sem eldur hafði komið upp í fjölbýlishúsi.
Þegar slökkvilið bar að garði lagði nokkurn reyk upp úr brauðrist í íbúðinni sem um ræddi. Gaf íbúi hennar þær upplýsingar að hann hefði ætlað að kveikja sér í pípu en vantað eldfæri og því reynt að kveikja á kerti í brauðristinni.
Svo fór sem fór en sem betur fer varð engum meint af. Enginn teljanlegur eldur var eftir til að slökkva en íbúðin var reykræst af slökkviliði.