Boðar losun hafta fyrir lok vorþings

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir ekki um annað að ræða en að hrinda í fram­kvæmd áætl­un um los­un hafta nú áður en þingið lýk­ur störf­um.

Þetta kom fram í yf­ir­lits­ræðu hans við setn­ing­ar­at­höfn 33. flokksþings fram­sókn­ar­manna í dag þar sem hann gerði fjár­magns­höft­in að um­fjöll­un­ar­efni.

Sagði hann sér­stak­an stöðug­leika­skatt þá munu skila hundruðum millj­arða króna og ásamt öðrum aðgerðum gera stjórn­völd­um kleift að losa um höft án þess að efna­hags­leg­um stöðug­leika verði ógnað. „Það er ekki hægt að una því leng­ur að ís­lenska hag­kerfið sé í gísl­ingu óbreytts ástands og eign­ar­hald á fjár­mála­kerfi lands­ins í því horfi sem það er,“ sagði hann.

Sig­mund­ur Davíð sagði að á meðan und­ir­bún­ing­ur fyr­ir los­un hafta hefði staðið yfir hefðu stjórn­völd beðið þess að sjá hvort slita­bú­in legðu fram raun­hæfa áætl­un um nauðasamn­inga. Áætl­un þar sem tekið yrði til­lit til hags­muna ís­lensks al­menn­ings og sýnt fram á að efna­hags­leg­um stöðug­leika yrði ekki ógnað. „Það er ekki óeðli­legt að gera slíka kröfu enda ómögu­legt fyr­ir stjórn­völd að losa höft­in fyrr en menn hafa vissu fyr­ir því að lífs­kjör­um þjóðar­inn­ar verði ekki stefnt í voða.“

Þá sagði hann að fram­an af hefði stefna kröfu­haf­anna miðað að því að bíða þess að Ísland gengi í Evr­ópu­sam­bandið. „Mark­miðið var upp­taka evru með fyr­ir­greiðslu frá Evr­ópska seðlabank­an­um til að borga kröfu­hafa út. Slíkt hefði verið efna­hags­legt glapræði enda gef­ur evr­ópski seðlabank­inn ekki aðild­ar­lönd­un­um ókeyp­is pen­inga. Hingað hefðu sjálfsagt borist all­ar þær evr­ur sem þörf hefði verið á til að borga út alla kröfu­hafa og alla snjó­hengj­una ekki aðeins á fullu verði held­ur á því yf­ir­verði sem felst í því að papp­írs­hagnaður kröfu­hafa væri fjár­magnaður af ís­lens­um al­menn­ingi með lán­töku.“

Þá sagði for­sæt­is­ráðherra í ræðu sinni að ekki hefði verið hægt að stíga næstu skref við los­un fjár­magns­hafta fyrr en afstaða rík­is­stjórn­ar­inn­ar til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu yrði skýrð.

„Eft­ir að und­ir­bún­ings­vinnu sér­fræðing­anna lauk og tekið var fyr­ir Evr­ópu­sam­bands­leiðina var full­trú­um slita­bú­anna og vog­un­ar­sjóðanna til­kynnt að ekki væri hægt að bíða leng­ur. Eng­in raun­hæf lausn hef­ur komið úr þeirri átt. Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í fram­kvæmd áætl­un um los­un hafta nú áður en þingið lýk­ur störf­um. Sér­stak­ur stöðug­leika­skatt­ur mun þá skila hundruðum millj­arða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórn­völd­um kleift að losa um höft án þess að efna­hags­leg­um stöðug­leika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því leng­ur að ís­lenska hag­kerfið sé í gísl­ingu óbreytts ástands og eign­ar­hald á fjár­mála­kerfi lands­ins í því horfi sem það er.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert