Gagnrýnir fyrirhugaðan flutning ríkisstofnana

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýn­ir fyr­ir­hugaðan flutn­ing Fiski­stofu í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann ger­ir að um­tals­efni ýmis kon­ar áföll sem verða í lífi fólks, og nefn­ir þar til að mynda at­vinnum­issi.

Vil­hjálm­ur seg­ir í grein­inni „að sum­ir ráðamenn hafa tekið sér fyr­ir hend­ur, til eig­in hreysti­merk­is, að ráðskast með störf fólks. Þannig tel­ur sjáv­ar­út­vegs­ráðherra rétt og eðli­legt að flytja Fiski­stofu til Ak­ur­eyr­ar, með manni og mús, án þess að ræða það við starfs­fólkið.

Starfs­fólk frétti það með sama hætti og aðrir lands­menn, í fjöl­miðlum! Áform af þessu tagi eru árás á sjálfs­virðingu starfs­manna Fiski­stofu, starfs­fólks, sem hef­ur lagt sig fram um að gera vel í störf­um sín­um.“

Þá gagn­rýn­ir hann lands­hluta­nefnd fyr­ir Norður­land vestra, sem hef­ur ákveðið að leggja til flutn­ing Land­helg­is­gæsl­unn­ar og RARIK í Skaga­fjörð.

Vil­hjálm­ur bend­ir einnig á að „í engu þess­ara til­fella liggja fyr­ir nokkr­ar at­hug­an­ir á hag­kvæmni þeirra flutn­inga, sem lagðir eru til. Hvað þá að met­in séu áhrif á lífs­kjör í land­inu með þess­um fyr­ir­huguðu flutn­ing­um. Flutn­ing­arn­ir kunna að bæta hag nokk­urra en rýra hag annarra og þó mest heild­ar­inn­ar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert