33. Flokksþing Framsóknarflokksins var sett í Gullhömrum í Grafarholti í morgun þar sem það mun fara fram um helgina. mbl.is kom við í Gullhömrum í dag og ræddi við flokksmenn sem segja umræðu tengda flokknum ósanngjarna en að ríkisstjórnin sé að vinna gott verk. Mikilvægt sé að tapa ekki gleðinni þrátt fyrir neikvæðar raddir.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður flokksins, flutti yfirlitsræðu sína á þinginu rétt eftir hádegi, þar sem hann fór yfir stefnu og störf flokksins í ríkisstjórn.