Norðurlönd verjast Rússum í sameiningu

Frá heræfingu hér á landi árið 2007.
Frá heræfingu hér á landi árið 2007. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gunn­ar Bragi Sveins­son til­kynnti í dag, ásamt hinum varn­ar­málaráðherr­um Norður­land­anna, um aukið varn­ar­sam­starf í nán­ustu framtíð vegna þeirr­ar vax­andi ógn­ar sem staf­ar af Rúss­um.

Til­kynn­ing­in birt­ist sem yf­ir­lýs­ing í norska fjöl­miðlin­um Af­ten­posten en þar seg­ir meðal ann­ars að ör­yggi á norður­slóðum hafi minnkað um­tals­vert síðasta árið og að Norður­lönd­in þurfi að búa sig und­ir að hætta geti skap­ast.

„Við þurf­um að horf­ast í augu við að hlut­irn­ir ganga ekki leng­ur fyr­ir sig eins og vant er, held­ur er kom­in upp ný staða sem við þurf­um að tak­ast á við,“ skrifa ráðherr­arn­ir.

„Við þurf­um að tak­ast á við fram­ferði Rúss­lands, ekki orðræðuna frá Kreml. Rúss­land hef­ur lagt í mikl­ar fjár­fest­ing­ar til að efla hernaðargetu lands­ins og hef­ur sýnt að þar séu menn reiðubún­ir að beita hervaldi til að ná póli­tísk­um mark­miðum sín­um, þó svo að það  brjóti gegn grunn­regl­um þjóðarrétt­ar.

Ráðherr­arn­ir vísa sér­stak­lega til fram­göngu Rúss­lands gagn­vart Úkraínu og segja þeir ólög­mæta inn­limun Krímskag­ans skýrt brot á þjóðarrétti.

Auk­in sam­vinna þjóðanna mun einna helst fel­ast í áherslu á að deila upp­lýs­ing­um um það sem fram fer í loft­helgi þjóðanna, auk þess sem áfram­hald­andi sam­starf verður þeirra á milli í tengsl­um við net­varn­ir. Þá verður auk­in vigt lögð á sam­eig­in­leg­ar heræf­ing­ar og sam­vinna á sviði iðnaðarfram­leiðslu, þar á meðal hernaðartengdri fram­leiðslu, auk­in.  

Upp­fært 10:40

Upp­runa­lega var not­ast við þýðingu blaðamanns mbl.is úr norska text­an­um sem birt­ist á síðu Af­ten­posten. Til­vitn­un­um hef­ur nú verið breytt í sam­ræmi við ís­lenska út­gáfu text­ans sem finna má á vef ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert