Hallarbylting gerð í Félagi íslenskra rafvirkja

Hallarbylting hefur verið gerð í Félagi íslenskra rafvirkja.
Hallarbylting hefur verið gerð í Félagi íslenskra rafvirkja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ný stjórn og trúnaðarráð, undir forystu Borgþórs Hjörvarssonar, tekur við stjórnartaumum í Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) á aðalfundi 21. apríl.

Nýja forystan bauð sig fram gegn sitjandi stjórn og trúnaðarráði og fór fram stjórnarkjör. Þá hafði ekki verið kosið til stjórnar félagsins frá árinu 1972 eða í 43 ár.

„Okkur fannst vera orðin stöðnun í félaginu og vildum sjá breytingar,“ sagði Borgþór, verðandi formaður FÍR. Hann sagði hópinn að baki nýja framboðinu vilja sjá breytingar í kjaramálum og lífeyrismálum rafvirkja. Einnig væru menntamál þeim ofarlega í huga. Menn þyrftu að leggja á sig langt nám til að öðlast starfsréttindi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert