Mótmæla hernaðarsamstarfi

Frá heræfingu hér á landi árið 2007.
Frá heræfingu hér á landi árið 2007. mbl.is/Þorvaldur

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla harðlega að Ísland hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Norðurlöndin um aukna hernaðarvæðingu, með fjölgun heræfinga, meiri samvinnu á sviði iðnaðarframleiðslu og á fleiri sviðum, að því er segir í ályktun frá samtökunum.

Segir jafnframt að Ísland virðist þar með vera að taka þátt í aukinni vígvæðingu án nokkurrar opinberrar umræðu

Gunn­ar Bragi Sveins­son utanríkisráðherra til­kynnti í gær, ásamt hinum varnarmálaráðherrum Norður­land­anna, um aukið varn­ar­sam­starf í nán­ustu framtíð vegna þeirr­ar vax­andi ógn­ar sem staf­ar af Rúss­um.

Samtök hernaðarandstæðinga ítreka þá skoðun sína að Ísland eigi að vera friðsamleg þjóð, stuðla að friði í heiminum og að flestar aðferðir séu betur til þess fallnar en hernaður og vígvæðing.

„Stækkun NATO og uppsetning eldflaugakerfa í Austur-Evrópu undanfarin ár hafa stuðlað að aukinni spennu og óöryggi í þessum heimshluta. Augljóst er að Norðurlöndin ætla að taka fullan þátt í að fylgja eftir þeirri þróun. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla því að Ísland taki þátt í því. Nær væri að beita sér fyrir samkomulagi um vopnahlé og undið sé ofan af útþenslu vestrænnar heimsvaldastefnu á svæðinu.

Beiting hervalds, og að vekja upp drauga kaldastríðsins sem rök fyrir því, leysir ekki þjóðréttarleg vandamál heldur magnar þau og fórnarlömbunum fjölgar,“ segir í ályktuninni.

Frétt mbl.is: Á ekki að koma Rússum á óvart

Norðurlönd verjast Rússum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert