Þótt nær öld sé liðin frá „hvíta stríðinu“ eða „drengsmálinu“ svokallaða í Reykjavík í nóvember 1921 eru enn að koma fram skjöl sem varpa frekara ljósi á atburðina.
Í viðtali í Morgunblaðinu í dag greinir Skafti Ingimarsson sagnfræðingur frá skjölum um málið er hann fann nýlega í ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn. Þau varða afskipti danskra stjórnvalda af málinu. Lögreglustjórinn í Reykjavík hafði leitað eftir aðstoð hermanna á dönsku varðskipi í Reykjavíkurhöfn eftir að bæjarlögreglan hafði verið yfirbuguð.
Skipherrann fékk samþykki yfirboðara sinna fyrir aðstoð ef um byltingartilraun væri að ræða. Sendiherra Dana var algjörlega andvígur slíkri íhlutun og taldi hana stefna samskiptum þjóðanna í voða.