„Ekki margar Hrefnur Maríur í skíðadeild ÍR“

Arndís og
Arndís og "ÍR-ingurinn" Alexander. Ljósmynd úr einkasafni.

„Ég setti peys­una nú bara í Rauða kross gám í Hafnar­f­irði,“ seg­ir Hrefna María Páls­dótt­ir, en peys­an henn­ar rataði til Tans­an­íu, þar sem hún varð á vegi Arn­dís­ar Jónu Guðmunds­dótt­ur.

Frétt mbl.is: Rakst á „ÍR-ing“ í Tans­an­íu.

„Það er dá­lítið langt síðan, því ég hef ekki séð peys­una lengi.“ Henni var skilj­an­lega brugðið þegar peys­an dúkkaði upp í Tans­an­íu. „Ég var bara í tíma í skól­an­um og datt eig­in­lega al­veg út og hætti að fylgj­ast með þegar ég sá frétt­ina,“ seg­ir hún og hlær.

„Þetta var mjög fyndið, ég kannaðist við peys­una á mynd­inni þegar ég sá hana á Face­booksíðu mbl og prófaði að smella á frétt­ina. Svo sé ég bara nafnið mitt á peys­unni, það eru kannski ekki marg­ar Hrefn­ur Marí­ur í skíðadeild ÍR. Þetta var eitt­hvað sem ég bjóst ekki al­veg við.“

Hún seg­ist hafa gefið Rauða kross­in­um peys­una þegar hún var að taka til í fata­skápn­um sín­um.

Fata­gjaf­ir mik­il­væg­ar fyr­ir Rauða kross­inn

Örn Ragn­ars­son, sviðsstjóri fata­söfn­un­ar Rauða kross­ins var að von­um ánægður að sjá að peysa frá Íslandi hafi skilað sér til Tans­an­íu. „Þegar fólk set­ur föt í fatagáma hjá okk­ur þá kem­ur það í flokk­un­ar­stöðvarn­ar, þar sem við vins­um úr það sem við get­um nýtt inn­an­lands, bæði í fjár­öfl­un­ar­skyni og í hjálp­ar­starf,“ seg­ir Örn.

Af­gang­ur­inn seg­ir hann að sé seld­ur úr landi til flokk­un­ar­fyr­ir­tækja í Hollandi og Þýskalandi. „Þýska fyr­ir­tækið, sem kaup­ir um það bil 85% af því sem við get­um ekki nýtt sjálf, flyt­ur mjög mikið til Aust­ur-Afr­íku.“ Peys­an gæti því hafa ferðast frá Íslandi til Þýska­lands og þaðan til Tans­an­íu.

„Við send­um ann­ars mest af föt­um til Hvíta-Rúss­lands og núna síðast fór send­ing til Síerra Leóne,“ bæt­ir Örn við. Hann veit ekki ná­kvæm­lega hvenær peys­an kann að hafa farið úr landi, en seg­ist muna eft­ir ÍR-peys­um í söfn­un­ar­gám­um Rauða kross­ins á síðasta ári.

Örn hvet­ur alla sem taka til í fata­skápn­um sín­um og íhuga að henda föt­um að koma þeim frek­ar til Rauða kross­ins, því öll föt geti nýst, ým­ist í hjálp­ar­starfi eða við fjár­öfl­un hjálp­ar­starfs. „Þetta er mjög mik­il­vægt verk­efni, bæði fyr­ir okk­ar hjálp­ar­starf og fjár­öfl­un. Pen­ing­arn­ir sem koma inn fyr­ir föt­in eru notaður hvort tveggja inn­an­lands og er­lend­is,“ seg­ir Örn.

Frétt mbl.is: Rakst á „ÍR-ing“ í Tans­an­íu.

Hrefna María.
Hrefna María.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert