Engin erótík á súlunni

Karen varð hlutskörpust í framhaldsflokknum eftir harða keppni.
Karen varð hlutskörpust í framhaldsflokknum eftir harða keppni.

Pole Sport, Pole Fit­n­ess eða súlufimi er ekki al­geng íþrótt hér á landi en hins­veg­ar stækk­ar hóp­ur­inn ört sem stund­ar hana. Fyr­ir viku fór Íslands­mót fram í Gafl­ara­leik­hús­inu þar sem 22 kepp­end­ur voru skráðir til leiks.

Skipu­leggj­end­ur bjugg­ust við 80 – 100 áhorf­end­um en mót­inu seinkaði vegna þess að stöðugur straum­ur var af áhorf­end­um og þurftu skipu­leggj­end­ur að hlaupa til og ná í stóla. Þegar mótið hófst var þétt set­inn bekk­ur­inn og mikið fjör.

Dóm­ar­ar í keppn­inni voru rúss­nesk­ir súlufimi-dans­ar­ar, Ev­geny Gres­hi­lov og Kira Noire. Gres­hi­lov er þre­fald­ur heims­meist­ari og þre­fald­ur rúss­nesk­ur meist­ari, svo fátt eitt sé nefnt en Noire er stórt nafn í súlufimi-dans­heim­in­um.

 Að sögn Hall­dóru Kröyer, sem var ein af þeim sem skipu­lögðu mótið, voru Rúss­arn­ir hrifn­ir af fim­inni á súl­unni. Fóru þau sér­lega fögr­um orðum um Sól Stef­áns­dótt­ur en hún vann af­reks­flokk­inn á mót­inu, flokk sem er skipaður þeim sem reynd­ast­ar eru og best­ar.

Spenn­an var mest í fram­halds­flokkn­um en þar var það Kar­en Sif Óskars­dótt­ir sem vann með aðeins hálfu stigi. Hlaut 35,5 stig en mest er hægt að fá 40 stig.

Með súlu í stof­unni

Kar­en seg­ir að hún hafi byrjað í súlufimi árið 2012 en hún var áður í fim­leik­um. „Ég var í fim­leik­um í 12 ár en hætti 2009. Byrjaði svo í þessu og finn mig vel. Mér finnst þetta mjög skemmti­legt og finn hvernig ég get notað styrk­inn og liðleik­ann frá fim­leik­un­um í þess­ari íþrótt.“

Súlufimi reyn­ir gríðarlega á styrk og þeir sem hafa prófað ganga nán­ast jafnsveitt­ir út og eft­ir hot-jóga. „Ég var ein­mitt ekki viss hvort ég myndi lifa af fyrsta tím­ann. Þetta eru mik­il átök.“

Kar­en æfir sig ekki aðeins í íþrótta­hús­inu því hún hef­ur sett upp súlu heima hjá sér. „Það hef­ur al­veg komið fyr­ir að fólk grín­ast með það að ég sé með súlu í stof­unni en næsta spurn­ing er alltaf: Er þetta ekki erfitt? Það virðast vera stöðluð viðbrögð. Fyrst að gera grín og svo að spyrja.

Tíðarand­inn hér á landi hef­ur breyst. Það fyrsta sem fólki dett­ur í hug, þegar það sér súlu, er ekki leng­ur að ég sé stripp­ari. Þetta er tvennt ólíkt og það eru regl­ur um að atriðin eigi ekki að vera kyn­ferðis­leg.“

Atriði Sól­ar Stef­áns­dótt­ur

Atriði Kar­en­ar

Sól í nánast ómögulegum æfingum.
Sól í nán­ast ómögu­leg­um æf­ing­um.
Gaflaraleikhúsið var troðfullt á mótinu.
Gafl­ara­leik­húsið var troðfullt á mót­inu.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert