Skattlagning muni kosta margra ára málaferli

Vilhjálmur Bjarnason, sem situr í nefnd þvert á þingflokka um afnám gjaldeyrishafta, segir að boðaður stöðugleikaskattur muni fresta afnámi gjaldeyrishafta um mörg ár.

Er það vegna þess að fyrirséð er að þrotabúin muni höfða mál vegna „fordæmalausrar“ skattlagningar á kröfur þeirra.

„Með skattlagningu af þessu tagi, þá tekur mörg ár að afnema höftin. Það verða endalaus málaferli því þessi skattlagning á þrotabúin á sér ekkert fordæmi í veröldinni. Það verða margra ára deilur og það er ekki hægt að afnema nein höft, nema engin málaferli séu fyrirsjáanleg,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert