Sumarþing ekki útilokað

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Allt snýst þetta um að verja efnahagslegan stöðugleika og gengi krónunnar. Fjármagn sem úr þessu kæmi er ekki hugsað til þess að ráðstafa í framkvæmdir eða verða hluti útgjalda ríkissjóðs.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Morgunblaðinu í dag um fyrirhugaða tekjuöflun ríkisins vegna stöðugleikaskatts á kröfuhafa og afnám gjaldeyrishafta. „Ég er jafnframt bjartsýnn á að hægt verði að losa um eignir erlendra kröfuhafa nokkuð hratt. Slíkt fer þó eftir því hvernig menn laga sig að málinu,“ segir Sigmundur Davíð.

Hann segir að til greina komi að framlengja vorþing Alþingis svo frumvarp ríkisstjórnarinnar um stöðugleikaskatt nái fram að ganga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert