41,6% Íslendinga vilja að Ísland sé umsóknarríki að ESB en 42,5% eru því andvíg. Þetta kemur fram í niðurstöðu viðhorfskönnuna sem MMR gerði fyrir þjóðmálafélagið Andríki.
15,9% tóku ekki afstöðu. Ef aðeins er horft til þerra sem tóku afstöðu eru 50,5% andvíg því að Ísland sé umsóknarríki að ESB en 49,5% fylgjandi.
Í könnuninni var spurt: Vilt þú að Ísland sé umsóknarríki að Evrópusambandinu. Fram kemur að vikmörk við bæði jákvæð og neikvæð svör við spurningunni séu 3,3%. Alls tók 891 afstöðu, þar af svaraði 441 játandi og 450 neitandi.