Líst ekki á tillögu Frosta

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir sporin hræða þegar hugmyndir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um að breyta Landsbankanum í samfélagsbanka eru annars vegar.

„Við höfum samfélagsbanka sem heitir Íbúðalánasjóður. Þarf ég að segja meira? Það er búið að moka í hann á annað hundrað milljörðum króna og sér ekki fyrir endann á,“ segir Vilhjálmur.

Frosti kynnti hugmyndina á flokksþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík síðustu helgi. Spurður hvort þessi áform setji strik í reikning þeirra áforma ríkisstjórnarinnar að selja hluta af 98% eign sinni í Landsbankanum segir Vilhjálmur þetta ekki hafa komið til umræðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert