Rúmlega þúsund nemar kusu Einar

Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal í gærkvöldi þegar tölurnar …
Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal í gærkvöldi þegar tölurnar voru lesnar upp. mbl.is/Árni Sæberg

5.080 nem­end­ur við Há­skóla Íslands greiddu at­kvæði í kjöri um rektor Há­skóla Íslands í gær. 1.030 nem­end­ur vildu sjá Ein­ar Stein­gríms­son sem næsta rektor, 1.745 nem­end­ur kusu Guðrúnu Nor­dal og 2.107 nem­end­ur vildu að Jón Atli Bene­dikts­son fengi starfið. 189 nem­end­ur skiluðu auðu en kosið var á innri vef skól­ans, Ugl­unni.

Ein­ar fékk 9,7% greiddra at­kvæða í kosn­ing­unni í gær og virðist hann hafa notið held­ur meiri hylli meðan nem­enda en starfs­fólks.

Þar sem eng­inn fram­bjóðandi fékk meiri­hluta greiddra at­kvæða verður kosið að nýju mánu­dag­inn 21. apríl nk. Þá verður aðeins kosið á milli Guðrún­ar og Jóns Atla.

942 há­skóla­menntaðir starfs­menn skól­ans sem greiða heilt at­kvæði kusu í gær. 45 þeirra vildu Ein­ar sem næsta rektor, 372 vildu Guðrúnu en 513 starfs­menn greiddu Jóni Atla at­kvæði sitt.

Frétt mbl.is: Hlakka til bar­átt­unn­ar framund­an

Á kjör­skrá voru 14.110, þar af 1.486 starfs­menn og 12.624 stúd­ent­ar. Við kosn­ing­ar greiddu at­kvæði alls 1.286 starfs­menn eða 86,6% á kjör­skrá og 5.080 stúd­ent­ar eða 40,2% á kjör­skrá.

Alls greiddu 6.366 at­kvæði og var því kosn­ingaþátt­taka í heild 45,1%. At­kvæði utan kjör­fund­ar voru 71 og auðir seðlar voru 206 eða 3,2% af greidd­um at­kvæðum. Gild at­kvæði voru því 6.160. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert