Rúmlega þúsund nemar kusu Einar

Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal í gærkvöldi þegar tölurnar …
Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal í gærkvöldi þegar tölurnar voru lesnar upp. mbl.is/Árni Sæberg

5.080 nemendur við Háskóla Íslands greiddu atkvæði í kjöri um rektor Háskóla Íslands í gær. 1.030 nemendur vildu sjá Einar Steingrímsson sem næsta rektor, 1.745 nemendur kusu Guðrúnu Nordal og 2.107 nemendur vildu að Jón Atli Benediktsson fengi starfið. 189 nemendur skiluðu auðu en kosið var á innri vef skólans, Uglunni.

Einar fékk 9,7% greiddra atkvæða í kosningunni í gær og virðist hann hafa notið heldur meiri hylli meðan nemenda en starfsfólks.

Þar sem enginn frambjóðandi fékk meirihluta greiddra atkvæða verður kosið að nýju mánudaginn 21. apríl nk. Þá verður aðeins kosið á milli Guðrúnar og Jóns Atla.

942 háskólamenntaðir starfsmenn skólans sem greiða heilt atkvæði kusu í gær. 45 þeirra vildu Einar sem næsta rektor, 372 vildu Guðrúnu en 513 starfsmenn greiddu Jóni Atla atkvæði sitt.

Frétt mbl.is: Hlakka til baráttunnar framundan

Á kjörskrá voru 14.110, þar af 1.486 starfsmenn og 12.624 stúdentar. Við kosningar greiddu atkvæði alls 1.286 starfsmenn eða 86,6% á kjörskrá og 5.080 stúdentar eða 40,2% á kjörskrá.

Alls greiddu 6.366 atkvæði og var því kosningaþátttaka í heild 45,1%. Atkvæði utan kjörfundar voru 71 og auðir seðlar voru 206 eða 3,2% af greiddum atkvæðum. Gild atkvæði voru því 6.160. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert