Skerða réttindi sjóðsfélaga Gildis

Lagt er til að réttindi sjóðsfélaga Gildis verði skert.
Lagt er til að réttindi sjóðsfélaga Gildis verði skert. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjórn lífeyrissjóðsins Gildis mun leggja til breytingu á samþykktum sjóðsins um skerðingu lífeyrisréttinda sjóðsfélaga vegna ákvörðunar ríkisstjórnar um að lækka örorkuframlag til Gildis.

Þetta kemur fram í ávarpi stjórnarformanns í ársskýrslu Gildis en aðalfundur sjóðsins fer fram á morgun. 

„Örorkubyrði er mismikil hjá lífeyrissjóðum þar sem að störf fólks eru ólík. Þannig er örorkubyrðin mun meiri hjá þeim sjóðum þar sem sjóðfélagar sinna störfum sem fela í sér aukna slysaáhættu og líkamsslit eins og raunin er hjá verkafólki og sjómönnum sem eru sjóðfélagar Gildis.

Niðurstöður kjarasamninga undanfarna áratugi hafa oftar en ekki falið í sér auknar tryggingar launa þegar starfsævi lýkur. Það hefur verið almenn sátt um að aukin áhætta vegna slysa og vinnuálags í vissum störfum væri á ábyrgð samfélagsins.

Til þess að koma til móts við þessa skyldu ríkisins fylgdi yfirlýsing ríkisstjórnar í lok ársins 2005 um jöfnun á örorkubyrði sem ein af forsendum kjarasamninga sem skrifað var undir 2005 og var lögfest ári síðar á Alþingi. Þannig samþykktu stjórnvöld í reynd þessa ábyrgð sína sem þau eru nú að víkja sér undan.

Það blasir því við að ríkið er með aðgerðum sínum að skerða sérstaklega lífsafkomu þess hóps samfélagsins sem sinnir erfiðisvinnu, verkafólks og sjómanna, umfram aðra hópa samfélagsins,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert