Stöðugleikaskattur á lokametrunum

Vinna við frumvarp að nýjum stöðugleikaskatti er á lokametrunum að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Hann vill ekki segja nákvæmlega til um útfærsluna, þ.e. hvort hann leggist á slitabú eða kröfuhafa eða hversu breiður skattstofninn sé. Hugsanlega verði eitthvað við lagasetninguna sem kunni að verða umdeilt hinsvegar sé óbreytt ástand óviðunandi nú séu að verða 7 ár liðin frá því að fjármagnshöftunum var komið á.

mbl.is ræddi við Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun en hann vill ekki gera mikið úr því að nákvæmlega þetta hugtak hafi ekki heyrst áður og segir stöðugleikaskatt að sínu viti réttnefni á þeim skatti sem hefur verið unnið að því að útfæra í ráðuneytinu á undanförnum mánuðum.

Bjarni vonast til að undirbúningsvinnan að útfærslunni verði það góð að ekki þurfi að koma til málaferla vegna hennar líkt og Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur talað um. Ekki verði við það unað að slitabúin komi ekki með raunhæfa áætlun á lausn vandans og því þurfi stjórnvöld að taka frumkvæðið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert