Það er ekki hægt að segja annað en að útlit sé fyrir örlítið vorveður á morgun á landinu öllu. Samkvæmt núverandi spá ætti að sjást til sólar um allt land eftir hádegi og þá er aðeins að sjá kuldatölur á hálendinu. Vindur verður svo með minna móti, eða frá logn upp í fjóra metra á sekúndu.
Þegar horft er fram vikuna lítur út fyrir að hitinn muni örlítið stíga, sérstaklega á austanverðu landinu. Talsvert meira framboð verður aftur á móti af úrkomu og skýjum á sama tíma og því ekki víst að allir taki undir að vorið sé á leiðinni.