Verkfalli tæknimanna í Rafiðnaðarsambandinu hjá Ríkisútvarpinu, var afstýrt. Skrifað var undir nýjan fyrirtækjasamning milli RÚV og tæknimanna á fundi hjá Ríkissáttasemjara og samþykktu 40 af þeim 42 sem kusu. Var samningurinn svo samþykkur með miklum meirihluta tæknimanna. Þar með verður ekkert af fyrirhuguðu verkfalli sem hefði sett dagskrá RÚV úr skorðum.
„Það er ánægjulegt að það sé kominn niðurstaða í málið,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins. Samningurinn er tengdur við aðalkjarasamninginn sem er mikil óvissa um. „Þarna var verið að taka á réttindum og skyldum starfsmanna því það var mikilvægt að fá það niður á blað,“ segir Kristján sem hefur haft í nægu að snúast að undanförnu. Hann segir að tæknimenn 365 séu einnig með lausa samninga. „Rafiðnaðarsambandið gerir sér kjarasamaning við 365 miðla og við erum ekki búnir að endurnýja þann samning, hann er laus eins og allir okkar samningar þannig það er bara í röðinni að semja við fyrirtækið.“