Blönduð leið við afnám hafta

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Far­in verður blönduð leið við að leysa út þá tæpu 300 millj­arða sem eft­ir eru af af­l­andskrón­um utan slita­búa, eða svo­nefndri snjó­hengju.

Ann­ars veg­ar verða gef­in út skulda­bréf í er­lendri mynt og hins veg­ar verða kvik­ar eign­ir færðar í lang­tíma­eign­ir. Ekki hef­ur verið ákveðið í hvaða mynt skulda­bréf­in verða. Þá hef­ur ekki verið ákveðið hvort snjó­hengju­leiðin og stöðug­leikafrum­varpið verða kynnt sam­tím­is. Stefnt er að því að sú kynn­ing fari fram fyr­ir mitt þetta ár og er áformað að fyrstu skref­in til lausn­ar af­l­andskrónu­vand­an­um verði stig­in um líkt leyti.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, eft­ir að ákveða hversu breiður skatt­stofn­inn vegna svo­nefnds stöðug­leika­skatts verður og hvernig út­færsl­an verður. Hann ótt­ast ekki mála­ferli vegna frum­varps­ins. Það muni upp­fylla ströngustu kröf­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka