Blönduð leið við afnám hafta

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Farin verður blönduð leið við að leysa út þá tæpu 300 milljarða sem eftir eru af aflandskrónum utan slitabúa, eða svonefndri snjóhengju.

Annars vegar verða gefin út skuldabréf í erlendri mynt og hins vegar verða kvikar eignir færðar í langtímaeignir. Ekki hefur verið ákveðið í hvaða mynt skuldabréfin verða. Þá hefur ekki verið ákveðið hvort snjóhengjuleiðin og stöðugleikafrumvarpið verða kynnt samtímis. Stefnt er að því að sú kynning fari fram fyrir mitt þetta ár og er áformað að fyrstu skrefin til lausnar aflandskrónuvandanum verði stigin um líkt leyti.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir að ákveða hversu breiður skattstofninn vegna svonefnds stöðugleikaskatts verður og hvernig útfærslan verður. Hann óttast ekki málaferli vegna frumvarpsins. Það muni uppfylla ströngustu kröfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert