„Lýsir bæði taktleysi og siðleysi“

mbl.is/Eggert

Hækk­un stjórn­ar­launa hjá HB Granda um 33% og háar arðgreiðslur til eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins eru for­dæmd­ar í álykt­un sem stjórn Efl­ing­ar stétt­ar­fé­lags hef­ur sent frá sér. Fram­gang­an sé blaut tuska fram­an í starfs­menn HB Granda og launa­fólk al­mennt í þeim kjaraviðræðum sem standi yfir. Á sama tíma sé launa­fólki boðin 10% af þess­ari hækk­un. Er þess kraf­ist að hækk­un­in verði dreg­in til baka.

„Ákvörðunin lýs­ir bæði takt­leysi og siðleysi gagn­vart fólk­inu á gólf­inu sem hef­ur byggt upp HB Granda með vinnu sinni og auk­inni fram­leiðslu ár eft­ir ár. Þetta er óboðlegt. Efl­ing-stétt­ar­fé­lag for­dæm­ir einnig ákvörðun stjórn­ar HB Granda fyr­ir þær arðgreiðslur sem fyr­ir­tækið hef­ur ákveðið að færa eig­end­um sín­um á síðasta aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins. Í stað þess að fyr­ir­tækið deili ávinn­ingn­um af upp­bygg­ingu og arðsemi af rekstri með starfs­mönn­um sín­um, hafa eig­end­ur ákveðið að taka all­an arðinn sem deilt er út í eig­in vasa,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Þar seg­ir enn­frem­ur að með ákvörðun­inni hafi stjórn HB Granda sett alla fram­vindu kjara­samn­ingaviðræðna í upp­nám. „Efl­ing-stétt­ar­fé­lag krefst þess að stjórn HB Granda verði þegar í stað kölluð sam­an til að aft­ur­kalla þess­ar ákv­arðanir og taka nýj­ar sem taka mið af hags­mun­um starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins og þörf­um sam­fé­lags­ins sem við búum í.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert