Segir Kverkhelli frá um 800

Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, bendir á kross í vegg …
Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum, bendir á kross í vegg Kverkhellis sem rannsóknir benda til að hafi verið gerður um 800. mbl.is/RAX

„Saga land­náms Íslands er lík­lega flókn­ari en talið hef­ur verið,“ seg­ir vestur­ís­lenski forn­leifa­fræðing­ur­inn Kristján Ahronson.

Hann kynn­ir í fyr­ir­lestri í Há­skóla Íslands í dag rann­sókn­ir sem hann hef­ur gert á nokkr­um þeirra mörgu mann­gerðu hella sem eru á Suður­landi og kross­um sem rist­ir hafa verið á veggi þeirra.

Ásamt fé­lög­um sín­um fann Kristján aðferð til að tíma­setja hvenær Kverk­hell­ir nærri Selja­lands­fossi hef­ur verið gerður. Þeir leituðu að efn­inu sem mokað hef­ur verið úr hell­in­um, fundu haug­inn og notuðu gjósku­lög til tíma­setn­ing­ar. Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur m.a. fram, að þeir hafa tíma­sett gerð hell­is­ins um árið 800.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert